Almost ready!
In order to save audiobooks to your Wish List you must be signed in to your account.
Log in Create accountShop Small Sale
Shop our limited-time sale on bestselling audiobooks. Don’t miss out—purchases support local bookstores.
Shop the saleLimited-time offer
Get two free audiobooks!
Now’s a great time to shop indie. When you start a new one credit per month membership supporting local bookstores with promo code SWITCH, we’ll give you two bonus audiobook credits at sign-up.
Sign up todayThis audiobook uses AI narration.
We’re taking steps to make sure AI narration is transparent.
Learn moreSummary
Alþjóðlegt heiti Annarrar Mósebókar, Exodus, merkir brottför og vísar til mikilvægasta atburðarins í sögu Ísraels, þ.e. frelsunar Hebrea frá Egyptalandi þar sem þeir höfðu verið í ánauð. Bókin skiptist í fjóra meginhluta: (1) Frelsun hebresku þrælanna úr ánauðinni í Egyptalandi og köllun Móse þar sem Drottinn (Jahve) opinberar nafn sitt. (2) Ferð þeirra að Sínaífjalli undir forystu Móse. Þar gegnir hin undursamlega frelsun við Rauðahafið (Sefhafið) miklu hlutverki. (3) Sáttmáli Guðs og Ísraels við Sínaífjall. Sáttmálinn hafði að geyma siðferðislega og trúarlega löggjöf handa þjóðinni til að byggja líf sitt á. Guð skuldbindur sig um ævarandi náð og miskunn en fólkið skuldbindur sig um trúnað við Guð. (4) Bygging og skipan helgistaðar fyrir Ísrael ásamt reglum fyrir presta um helgihaldið.
Öðru fremur lýsir bókin því hvað Guð gerði er hann frelsaði hina ánauðugu Hebrea, gerði þá að þjóð og gaf þeim von að byggja á. Aðalpersóna ritsins er Móse, maðurinn sem Guð útvaldi til að leiða lýð sinn út af Egyptalandi. Þekktasti kafli bókarinnar er 20. kafli sem hefur að geyma boðorðin tíu.
Brottförin af Egyptalandi er lykilatburðurinn í Mósebókum (Fimmbókaritinu) og yfirleitt talin marka upphaf Ísraels sem þjóðar. Exodus-atburðurinn var og túlkaður sem lykill að Guðsmynd Gyðinga. Páskar Gyðinga eru haldnir til að minnast þess atburðar.
Skipting ritsins
1.1–15.21 Brottförin frá Egyptalandi
1.1–1.22 Þrælkun Ísraels
2.1–2.25 Fæðing Móse og æska
3.1–4.31 Köllun Móse
5.1–11.10 Móse og Aron hjá faraó
12.1–15.21 Páskarnir og brottförin frá Egyptalandi
15.22–18.27 Frá Rauðahafi að Sínaífjalli
19.1–24.18 Sáttmálinn á Sínaífjalli
25.1–40.38 Fyrirmæli um helgidóm og guðsdýrkun